• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Aug

Félagsmenn, munið eftir fræðslusjóðunum!

Skrifstofa félagsins vill minna þá félagsmenn sína sem stunda nám á að þeir geta átt rétt á endurgreiðslu á hluta námsgjaldanna, en það sem af er þessu ári hafa 160 félagsmenn fengið 5,7 milljónir greiddar í slíka styrki. Fullur styrkur er 75% af kostnaði, að hámarki kr. 60.000 á ári. Félagsmenn í hlutastarfi eiga rétt á styrk í sama hlutfalli. Nánari upplýsingar um þá fræðslusjóði sem VLFA afgreiðir styrkur úr er að finna hér.

Sérstök athygli er vakin á því að hafi félagsmaður átt rétt á styrk en ekki nýtt hann síðustu þrjá ár, getur hann átt rétt á styrk allt að kr. 180.000.- fyrir eitt samfellt nám/námskeið. Þetta ákvæði var sett inn 1. janúar 2011 og hafa nokkrir félagsmenn nýtt þetta t.d. í Háskólabrú, Naglanám eða annað kostnaðarsamt nám.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér hvað fræðslusjóðirnir hafa upp á að bjóða, það gæti margborgað sig.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image