• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Aug

Jóhann Örn Matthíasson stjórnarmaður látinn

Jóhann Örn MatthíassonJóhann Örn MatthíassonStjórnarmaðurinn og formaður sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness, Jóhann Örn Matthíasson, lést þann 20. ágúst síðastliðinn, tæplega 67 ára að aldri. Jóhann hefur gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélag Akraness í marga áratugi og er ljóst að mikill sjónarsviptir verður að honum en hann hefur staðið vaktina fyrir hagsmunum sjómanna á Akranesi um áratugaskeið eins og áður sagði. Jóhann hefur setið mörg þing Alþýðusambands Íslands fyrir hönd félagsins sem og þing Sjómannasambands Íslands. Hann var formaður orlofssjóðs til margra ára en síðustu ár gegndi hann formennsku í sjómannadeild félagsins og sat einnig í aðalstjórn félagsins.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness horfir nú á eftir góðum stjórnarmanni sem gott hefur verið að eiga samskipti við á undanförnum árum og þakkar stjórn félagsins Jóhanni fyrir frábær störf á liðnum árum þar sem hann barðist fyrir bættum hag íslenskra sjómanna og íslensks verkafólks. Einnig vill stjórn VLFA votta aðstandendum Jóhanns innilegrar samúðar vegna fráfalls hans.

Útför Jóhanns fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 29. ágúst og hefst athöfnin klukkan 14.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image