• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Jul

Sturlaugur H Böðvarsson AK mokveiðir makríl

Í gær landaði ísfisktogarinn Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 rúmum 50 tonnum af ferskum makríl hér á Akranesi til manneldis og var þetta fyrsti makrílfarmurinn sem landað er hér á þessari vertíð. Sturlaugur hélt aftur til veiða um miðnættið í gær og var um 6 tíma á miðin aftur. Ekki tók það Sturlaug langan tíma að ná í skammtinn sinn á ný, eða einungis um 3 tíma en skammturinn er eins og áður sagði rúm 50 tonn og er áætlað að Sturlaugur H Böðvarsson verði kominn aftur til Akraness um þrjú-leytið.

Makrílveiðar Íslendinga á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu yfir 25 milljörðum króna og sköpuðu yfir 1000 ársverk á sjó og landi og því morgunljóst að makrílveiðar okkar Íslendinga skipta þjóðarbúið gríðarlega miklu máli enda mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að átta okkur vel og rækilega á því að við byggjum okkar velferðakerfi upp á því að skapa gjaldeyristekjur og það gera makrílveiðarnar svo sannarlega.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image