• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Sjómannadagurinn - Leikskólabörn á Akranesi fá harðfisk Börnin á Akraseli sátu úti í blíðunni og tóku vel á móti sjómönnunum
01
Jun

Sjómannadagurinn - Leikskólabörn á Akranesi fá harðfisk

Nú er Sjómannadagurinn að renna upp og af því tilefni fengu leikskólabörn á Akranesi glaðning frá Verkalýðsfélagi Akraness í morgun. Þar voru á ferðinni sjómennirnir Jóhann Örn Matthíasson og Tómas Rúnar Andrésson sem gáfu yfir 400 börnum á öllum leikskólum bæjarins harðfisk. Hægt er að sjá myndir með því að smella hér.

Aðrir dagskrárliðir tengdir sjómannadeginum eru þeir að eins og venjulega munu Slysavarnakonur á Akranesi halda upp á sjómannadaginn með glæsilegri kaffisölu í Jónsbúð laugardaginn 2. júní milli kl. 13:30 og 16:00. 

Sjómannasunnudaginn sjálfan verður athöfn við minnisvarða um drukknaða og týnda sjómenn kl. 10:00 í kirkjugarðinum.

Kl. 11:00 verður Sjómannamessa í Akraneskirkju þar sem aldraðir sjómenn verða heiðraðir. Að messu lokinni verður gengið að Akratorgi og blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna.  Þessar athafnir eru kostaðar og í umsjón Verkalýðsfélags Akraness.

Öðrum dagskrárliðum sem undanfarin ár hafa verið kenndir við Hátíð hafsins hefur verið aflýst af þeirri ástæðu að Akraneskaupstaður ákvað að veita ekki fjármunum til hátíðarinnar í ár. Harmar Verkalýðsfélag Akraness þessa ákvörðun og breytir litlu þótt bæjarráð hafi breytt ákvörðun sinni á síðustu stundu vegna óánægju bæjarbúa, sú ákvörðun kemur allt of seint til þess að tími gefist til að undirbúa hátíðahöld.

Þrátt fyrir þetta er Sjómannadagurinn lögbundinn hátíðisdagur sem ekki er hægt að aflýsa og að sjálfsögðu verður haldið upp á hann sem slíkan.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image