• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Jun

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands haldinn á Akranesi

Klukkan 10 mun hefjast hér á Akranesi formannafundur Starfsgreinasambands Íslands en þetta er fyrsti formannafundur SGS samkvæmt nýju skipulagi sambandsins sem samþykkt var á framhaldsþingi sambandsins í byrjun maí. 19 formenn vítt og breitt um landið munu sitja þennan fund en innan Starfsgreinasambandsins eru um 50 þúsund félagsmenn en SGS er stærsta landssambandið innan ASÍ.

Það verða fjölmörg mál á dagskrá þessa fundar, svosem verkaskipting innan sambandsins, umsögn SGS við nýrri stefnu í lífeyrismálum og kjaramálum og einnig munu formenn aðildarfélaga gefa skýrslu um helstu verkefni á borðum stéttarfélaganna þessa dagana. Fundurinn verður haldinn á Gamla Kaupfélaginu og er þetta í fyrsta skipti sem formannafundur SGS er haldinn á Akranesi.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image