• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Verkalýðsfélag Akraness gekk frá samkomulagi við Norðurál Norðurál á Grundartanga
14
Jun

Verkalýðsfélag Akraness gekk frá samkomulagi við Norðurál

Formaður félagsins komst að því ekki alls fyrir löngu að afleysingamenn í Norðuráli voru ekki að njóta réttra kjara vegna orlofsmála en það sem um ræðir laut að vetrarfríi vegna svokallaðra rauðra daga. Hér er um að ræða heilar 6 vaktir á ársgrundvelli fyrir starfsmann sem er lausráðinn og hefur ekki fengið fastráðningu. Formaður hefur unnið að lausn þessa máls undanfarnar vikur enda er hér um umtalsverða hagsmuni að ræða fyrir þá sem eiga í hlut og í morgun samþykktu forsvarsmenn fyrirtækisins rök Verkalýðsfélags Akraness í málinu og munu afleysingamenn framvegis njóta þessara réttinda eins og fastráðnir starfsmenn gera og einnig verður þetta leiðrétt 4 ár aftur í tímann.

Formaður félagsins er afar ánægður með þessa niðurstöðu, sérstaklega í ljósi þess að ekki hafi þurft að koma til kasta dómstóla til að leysa málið og einnig að kjörin verða leiðrétt 4 ár aftur í tímann eins og áður sagði því hér er um umtalsverða hagsmuni að ræða fyrir þá starfsmenn sem um ræðir. Það mun taka töluverðan tíma fyrir launadeildina að vinna leiðréttinguna og verða starfsmenn að sýna því skilning en reiknað er með að henni eigi að vera lokið í síðasta lagi í haust. En framvegis munu afleysingamenn fá þessa vetrarfrísdaga greidda inn á orlofsreikning í samræmi við starfshlutfall og starfstíma.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image