• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Jun

Átta þúsund manns væntanlegir til Akraness um helgina í tengslum við pollamót Norðuráls í knattspyrnu

Það er óhætt að segja að það sé mikið um að vera á Akranesi þessa helgina en núna klukkan 10 var sett hið margrómaða Norðurálsmót polla í 7. flokki í knattspyrnu. Áætlað er að um 8 þúsund manns muni koma á þetta mót að meðtöldum fjölskyldum keppenda og er ljóst að þessi mikli hópur mun setja mikinn svip á bæjarlífið um helgina. Þessu til viðbótar eru haldin tvö golfmót um helgina sem Norðurál styrkir og mun mikill fjöldi taka þátt í þessum mótum.

Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að vera með öflug fyrirtæki á okkar atvinnusvæði, fyrirtæki sem taka þátt í samfélagslegum verkefnum eins og Norðurál er að gera. Rétt er að geta þess að Norðurál er aðalstyrktaraðili knattspyrnufélagsins og einnig eru þeir stór styrktaraðili golfklúbbsins Leynis hér á Akranesi. Það er afar ánægjulegt að sjá þegar fyrirtæki átta sig á mikilvægi þess að taka þátt í uppbyggingu þeirra samfélaga sem þau eru í og það má segja að Norðurál hafi verið nokkuð duglegt við að styrkja hin ýmsu málefni er lúta að félagslegri uppbyggingu á Akranesi sem verður að teljast afar jákvætt.

Eins og allir vita er 17. júní svo á sunnudaginn og lýkur þessari stóru helgi með glæsilegri dagskrá þann dag. Dagskráin er óvenju vegleg á Akranesi í ár þar sem nú eru liðin 70 ár frá því að bærinn hlaut kaupstaðarréttindi. Nóg verður um að vera bæði á laugardaginn og á sjálfan þjóðhátíðardaginn og má sjá dagskrána hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image