• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Félagið hefur fest kaup á nýjum bústað í Svínadal Nýr bústaður félagsins í Svínadal
29
Jun

Félagið hefur fest kaup á nýjum bústað í Svínadal

Verkalýðsfélag Akraness hefur nú fest kaup á glæsilegum bústað í Svínadal. Bústaðurinn er staðsettur að Efstaási 11 í landi Kambshóls í Eyrarskógi og var hann byggður árið 2002. Bústaðurinn er 65,7 fermetrar að stærð með þremur svefnherbergjum, þar af eru tvö þeirra á efri hæð. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að gera bústaðinn fullbúinn og nú styttist í að félagsmenn geti farið að bóka vikur þar. Ástæðan fyrir því að stjórn félagsins ákvað að festa kaup á þessum glæsilega bústað er fyrst og fremst aukning félagsmanna á undanförnum árum en núna eru rétt rúmlega 3.000 félagsmenn í félaginu og því var bráðnauðsynlegt að fjölga möguleikum félagsmanna til að fá úthlutað sumarhúsi. Þetta er annar bústaðurinn sem félagið kaupir á stuttum tíma en félagið keypti nýlegan bústað í Kjós í Hvalfirði í september í fyrra.

Það er óhætt að segja að rekstur félagsins hafi gengið vel undanfarin ár og á þeirri forsendu er félagið vel í stakk búið til að ráðast í svo miklar fjárhagslegar framkvæmdir eins og sumarhúsakaup eru. En þetta er gert fyrst og fremst til að mæta þörfum félagsmanna enda ríkti mjög mikil ánægja með bústaðinn í Kjós sem félagið keypti að aðsóknin í sumar- og vetrarleigu undanfarin ár hefur aukist stöðugt.

Fyrsta vikan sem er í boði er 6.-13. júlí næstkomandi. Opnað hefur verið fyrir bókanir og gildir hér reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Hægt er að bóka bústaðinn á skrifstofu félagsins en einnig á félagavef.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image