• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Frábær þátttaka í 1. maí hátíðarhöldum á Akranesi Frá kröfugöngu á Akranesi í gær
02
May

Frábær þátttaka í 1. maí hátíðarhöldum á Akranesi

Um 200 manns tóku þátt í hátíðarhöldum vegna 1. maí á Akranesi í gær. Dagskráin hófst með kröfugöngu kl. 14:00, og annaðist Skólahljómsveit Akraness hljóðfæraleik í göngunni af miklum myndarskap.

Að göngu lokinni safnaðist fólk saman á Kirkjubraut 40, þar sem hátíðar- og baráttufundur var settur. Ræðumaður dagsins, Vilhjálmur Birgisson, kom víða við í sinni ræðu og féll hún vel í kramið hjá fundargestum. Kvennatríóið Stúkurnar sá um tónlistarflutning og sungu nokkur lög. Að venju sameinuðust fundargestir í fjöldasöng í lok dagskrár og sungu Maístjörnuna og Internasjónalinn. Það var Lionsklúbburinn Eðna sem sá um glæsilegar kaffiveitingar sem fundargestum var boðið upp á að dagskrá lokinni.

Hægt er að lesa ræðu Vilhjálms Birgissonar með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image