• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Apr

Útilegukortið 2012 er komið í sölu!

Útilegukortið 2012 er komið í sölu á skrifstofu félagsins. Orlofssjóður VLFA niðurgreiðir kortið til félagsmanna svo félagsmenn geta keypt kortið á kr. 8.000. Fullt verð á kortinu er kr. 14.900 svo afslátturinn er rétt tæp 50%.

Kortið veitir félagsmönnum aðgang að 44 tjaldsvæðum um allt land og gildir fyrir tvo fullorðna og allt að fjögur börn upp að 16 ára aldri. Eftirfarandi tjaldsvæði hafa bæst í hópinn frá því í fyrra: Mosfellsbær, Skagaströnd, Steingrímsstaðir, Lundur í Öxarfirði, Horn - Höfn í Hornafirði og Sandgerði. Athugið að gistináttaskattur er ekki innifalinn í Útilegukortinu og þurfa handhafar þess því að greiða aukalega kr. 100 fyrir gistinóttina. Aðeins er greitt eitt gjald fyrir hvert kort, en ekki gjald á hvern einstakling, svo fimm manna fjölskylda þarf aðeins að greiða kr. 100 fyrir gistinóttina.

Nánari upplýsingar um Útilegukortið, tjaldsvæðin og nánari reglur er að finna á heimasíðu Útilegukortsins: www.utilegukortid.is.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image