• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Apr

Starfsmenn Elkem Ísland fá 150 þúsund króna eingreiðslu

Járnblendiverksmiðja Elkem á GrundartangaJárnblendiverksmiðja Elkem á GrundartangaElkem Ísland greiddi í dag fastráðnum starfsmönnum sínum 150 þúsund króna eingreiðslu, væntanlega vegna góðrar afkomu fyrirtækisins. Greiðslan miðast við þá starfsmenn sem hafa verið í starfi hjá Elkem frá 1. apríl 2011 til marsloka 2012 og greiðist í hlutfalli við starfstíma.  Rétt er að geta þess að greiðslan nær ekki til þeirra sem eru lausráðnir eins og t.d sumarafleysingamenn.

Rétt er einnig að geta þess að þegar gengið var frá kjarasamningi við Elkem Ísland í fyrra, 19. apríl 2011, þá ákváðu eigendur Elkem Ísland að greiða starfsmönnum sínum eingreiðslu sem nam föstum mánaðarlaunum hvers starfsmanns vegna góðrar afkomu. Er óhætt að segja að samningurinn sem gerður var við Elkem í fyrra hafi verið gríðarlega góður enda nam eingreiðslan og afturvirkni samningsins um 500 þúsund krónum fyrir hvern starfsmann. Núna hafa þeir eins og áður sagði komið með 150 þúsund króna eingreiðslu til viðbótar sem væntanlega miðast við góða afkomu fyrirtækisins á síðasta ári og verður þetta að teljast afar jákvætt fyrir starfsmennina.

Það er ánægjulegt að sjá þegar fyrirtæki taka þá ákvörðun að láta starfsmenn sína sem jú skapa velferð hvers fyrirtækis fyrir sig njóta ávinnings þegar vel árar í fyrirtækjum. Það hefur Elkem Ísland nú gert í tvígang og nema þessar eingreiðslur síðustu tveggja ára um 500 þúsund krónum hjá starfsmanni með 10 ára starfsreynslu og ljóst að starfsmenn munar um minna. Þessar eingreiðslur eru svo sannarlega til eftirbreytni fyrir önnur fyrirtæki sem eru starfrækt í útflutningi og hafa verið að njóta góðs af gengisfalli íslensku krónunnar enda hefur launahlutfall fyrirtækja sem starfa í útflutningi hríðlækkað í kjölfar falls íslensku krónunnar.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image