• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Apr

Er atvinnuöryggi fiskvinnslufólks og sjómanna stefnt í hættu?

Notum svigrúmið sem útgerðin hefur til að lagfæra launakjör fiskvinnslufólks.Notum svigrúmið sem útgerðin hefur til að lagfæra launakjör fiskvinnslufólks.Stjórn Verkalýðsfélags Akraness getur ekki undir nokkrum kringumstæðum stutt lagafrumvörp um stjórn fiskveiða og um veiðileyfagjald á meðan ekki hefur farið fram ítarleg rannsókn á hvaða áhrif þessi frumvörp hafa á atvinnuöryggi og kjör fiskvinnslufólks, sjómanna og síðast en ekki síst á byggðir þessa lands.

Rétt er geta þess að hundruð félagsmanna VLFA starfa í sjávarútvegsgreinum bæði til sjós og lands og því eru miklir hagsmunir í húfi fyrir félagsmenn VLFA að ekki sé verið að gera þannig breytingar á stjórnun fiskveiða að þær ógni atvinnuöryggi þeirra sem starfa í greininni. 

Því ítrekar stjórn VLFA það að félagið getur ekki stutt þessi frumvörp og telur það í raun og veru ámælisvert að leggja þau fram án þess að kanna hver áhrifin eru á atvinnuöryggi og kjör þeirra sem starfa í greininni.

Það er mat félagsins að það svigrúm sem útgerðin hefur, verði notað til að lagfæra og leiðrétta launakjör fiskvinnslufólks, en þau eru verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins og útgerðinni til ævarandi skammar.

Rétt er að upplýsa að heildarlaun sérhæfðs fiskvinnslumanns  eftir 15 ára starf eru einungis 230.000 kr.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness veltir því fyrir sér hvort fyrirhugað auðlindagjald sé af sama meiði og kolefnisskatturinn sem átti m.a að leggja á Elkem Ísland fyrir áramót, en sú skattlagning stefndi atvinnuöryggi þeirra sem þar störfuðu í algjöra óvissu eins og frægt var.

Að þessu sögðu þá krefst félagið þess að fram fari ítarleg óháð rannsókn á því hver áhrifin af þessum frumvörpum verða á atvinnuöryggi og kjör fiskvinnslufólks og sjómanna í byggðum þessa lands.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image