• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Apr

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akranesi

Nú um helgina, 27. til 29. apríl, fer fram svokölluð Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akranesi í húsnæði Fjölbrautaskóla Vesturlands. Tilgangurinn með þessum viðburði er að hjálpa hugmyndum fólks að verða að veruleika. Umsjónaraðili verkefnisins er Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og er viðburðurinn haldinn í samstarfi við Akraneskaupstað.

Viðburðurinn er að erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel og eru viðlíka helgar haldnar um allan heim. Markmið helganna er að virkja fólk til athafna og er hver helgi hugsuð sem vettvangur fyrir þá sem langar að koma eigin viðskiptahugmynd í framkvæmd eða taka þátt í uppbyggingu hugmynda annarra. Viðburðirnir standa yfir frá föstudegi til sunnudags og þar fá þátttakendur tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum og njóta leiðsagnar og innblásturs frá sérfróðum aðilum.  

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu verkefnin,  enginn kostnaður er við þátttöku og  aldurstakmark er 18 ára. Á viðburðunum fá þátttakendur tækifæri til þess að vinna saman að frumgerð vöru eða þjónustu sem síðar getur orðið að fullvaxta fyrirtæki. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir þá sem langar að koma hugmynd sinni í framkvæmd og fá til þess aðstoð sér að kostnaðarlausu.

Hér má sjá auglýsingu um atvinnu- og nýsköpunarhelgina.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image