• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Apr

Félagsmanni dæmdar 320.000 vegna kjarasamningsbrots

Í dag féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands í máli félagsmanns Verkalýðsfélags Akraness vegna brota á hvíldarákvæði í kjarasamningi. Málavextir voru þeir að starfsmaður sem var að vinna á veitingastað hér í bæ árið 2009 leitaði til félagsins vegna brota á hvíldarákvæðum. Eftir að félagið hafði farið yfir málið og reynt að ná niðurstöðu við eiganda veitingastaðarins án árangurs var málinu vísað til lögmanns félagsins.

Krafa lögmannsins fyrir hönd starfsmannsins var að hún fengi greidda hvíldartímana eins og kjarasamningar kveða á um og nam sú krafa rúmum 256 þúsund krónum. Það er skemmst frá því að segja að dómurinn tók kröfur lögmanns félagsins allar til greina og voru starfsmanninum dæmdar rúmar 256 þúsund krónur auk dráttarvaxta sem þýðir að starfsmaðurinn mun fá rúmar 320 þúsund krónur greiddar vegna þessa brota fyrirtækisins. Einnig var rekstraraðili veitingastaðarins dæmdur til að greiða málskostnað starfsmannsins að fjárhæð 650 þúsund krónur.

Það er stefna stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að fara í öll mál af fullri hörku þegar um kjarasamningsbrot er að ræða gagnvart okkar félagsmönnum. Og það var gert í þessu máli, eftir að búið var að leita allra leiða til að ná sátt við viðkomandi atvinnurekanda án árangurs eins og áður sagði. Það er líka morgunljóst að félagið mun ekki horfa í krónur og aura þegar réttindi okkar félagsmanna eru í húfi.

Hægt er að lesa dóminn með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image