• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Smábátasjómenn óskuðu eftir að fá að ganga í Verkalýðsfélag Akraness Frá fundinum á Gamla Kaupfélaginu
05
Mar

Smábátasjómenn óskuðu eftir að fá að ganga í Verkalýðsfélag Akraness

Um 50 smábátasjómenn vítt og breitt um landið óskuðu eftir að funda með formanni Verkalýðsfélags Akraness vegna þeirrar staðreyndar að þeir hafa ekki notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda að eiga kjarasamning. Það er þyngra en tárum taki að smábátasjómenn skuli ekki hafa í gildi kjarasamning þar sem laun og önnur réttindi eru tryggð eins og nánast allar aðrar starfsstéttir hér á landi búa við.

Að sjálfsögðu varð formaður við þessari beiðni og var haldinn fundur síðastliðinn föstudag á Gamla Kaupfélaginu þar sem eins og áður sagði uppundir 50 manns mættu. Var gríðarlega góð stemmning á meðal fundarmanna en á fundinum óskuðu allflestir sjómennirnir eftir að fá að ganga í Verkalýðsfélag Akraness og óskuðu jafnframt eftir því að félagið myndi gæta að þeirra hagsmunum við gerð nýs kjarasamnings. Það var auðsótt mál að taka við þessum smábátasjómönnum inn í félagið og í framhaldinu var kosin 10 manna samninganefnd sem mun móta kröfugerð sem lögð verður fyrir Landssamband smábátaeigenda fljótlega en nefndin mun funda næstkomandi miðvikudag þar sem farið verður yfir hin ýmsu hagsmunamál er lúta að réttindum smábátasjómanna. Hjá fundarmönnum kom einnig fram að fleiri hefðu í hyggju að skrá sig í Verkalýðsfélag Akraness. Á þeirri forsendu setjum við hér tengil inn á inntökubeiðni (efsta eyðublaðið) í Verkalýðsfélag Akraness.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image