• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Vertíðarstemmning hjá starfsmönnum HB Granda á Akranesi Víkingur AK
06
Mar

Vertíðarstemmning hjá starfsmönnum HB Granda á Akranesi

Það er óhætt að segja að það sé líf og fjör hjá starfsmönnum HB Granda í síldarbræðslunni þessa dagana en núna stendur yfir ein stærsta loðnuvertíð sem hér hefur verið í áraraðir ef ekki áratugi en formaður VLFA fór í vinnustaðaheimsókn í síldarbræðsluna á Akranesi rétt í þessu. Heildarkvótinn á yfirstandandi vertíð er um 600.000 tonn og samkvæmt starfsmönnum bræðslunnar er búið að bræða núna uppundir 30.000 tonn sem er með því meira sem gerst hefur í áraraðir. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir starfsmenn bræðslunnar að svona góð vertíð sé núna að eiga sér stað því launatekjur starfsmanna sem vinna í síldarbræðslum vítt og breitt um landið byggjast að stórum hluta upp á vöktum en unnið er eðli málsins samkvæmt á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum þá áætluðu þeir að skip HB Granda ættu eftir um 20.000 tonn af úthlutuðum kvóta og nú er bara að vona að veðurfar verði hagstætt þannig að kvótinn náist að fullu.

Það er ekki bara að það sé líf og fjör í síldarbræðslunni, einnig er vertíðarstemmning við hrognatöku en tugir manna vinna nú á sólarhringsvöktum við hrognatöku hjá HB Granda hér á Akranesi þannig að með öðrum orðum þá er um umtalsvert uppgrip að ræða hjá þeim sem sinna þessum störfum.   

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir almenning að átta sig á því að milli 50 og 60% af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar koma frá sjávarútveginum og það eru þessir aðilar sem nú vinna myrkranna á milli við að skapa þessar gjaldeyristekjur. Það er ljóst að umtalsvert uppgrip er nú hjá sjómönnum á loðnuveiðum, bræðslufólki og einnig landverkafólki um þessar mundir og ættu tekjur þessa hóps að verða nokkuð góðar að aflokinni vertíð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image