Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Ágreiningur um greiðslur á stórhátíðardögum hjá Norðuráli tekinn fyrir í Félagsdómi
Ágreiningur um greiðslu fyrir vinnu á stórhátíðardögum hjá Norðuráli var…
Formaður SGS og forseti ASÍ heimsóttu Drífanda stéttarfélag og kynntu sér atvinnulífið í Vestmannaeyjum
Formaður Starfsgreinasambands Íslands, Villi, ásamt Finnbirni Hermannssyni forseta ASÍ og…


Í vikunni leitaði félagsmaður til skrifstofu félagsins og sagði farir sínar ekki sléttar. Félagsmaðurinn vinnur við ræstingar í hlutastarfi og fær atvinnuleysisbætur á móti. Hún lýsti því þannig að í raun hefði hún minna á milli handanna núna en þegar hún var á fullum atvinnuleysisbótum. Við nánari skoðun hefur nú komið í ljós að vegna breytinga á vinnureglum Vinnumálastofnunar nú um áramótin hefur myndast stór galli í kerfinu sem gerir einmitt þetta að verkum. Þessi kona, sem reynir hvað hún getur að bæta lífsgæði sín með því að vinna hlutastarf eins og henni býðst, hefur lægri mánaðartekjur en sá sem er á fullum atvinnuleysisbótum.