• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Mar

Verðtryggingarvítisvélin að ganga af íslenskum heimilum dauðum

Í fréttum í fyrradag kom fram að ekki hafi náðst samstaða á Alþingi um að draga úr vægi verðtryggingarinnar á skuldsett heimili. Það er óhætt að segja að þetta séu sorgartíðindi, því það er alveg ljóst að verðtryggingarvítisvélin er að ganga af íslenskum heimilum dauðum. Nú síðast í morgun kom fram að verðbólgan hækkaði um 1,05% á milli mánaða og hefur verðbólgan á síðustu þremur mánuðum hækkað um 2,4%.

Í skýrslu Hagfræðistofnunar um skuldavanda heimilanna sem stjórnvöld létu gera á síðasta ári kom fram að heildar verðtryggðar skuldir heimilanna nema um 1.271 milljarði króna sem þýðir að þær hækkuðu á milli mánaða um 13,3 milljarða og frá áramótum hafa þær hækkað sem nemur 30,5 milljörðum, bara vegna verðtryggingarinnar.

Nú er nýlokinni einni albestu loðnuvertíð sem verið hefur við Íslandsstrendur í áratugi, en áætlað er að heildaraflaverðmætið hafi numið 30 milljörðum. Þetta er jafnhá upphæð og verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hafa hækkað um á síðustu 3 mánuðum. Á þessu sést hvernig verðtryggingin leikur íslensk heimili miskunnarlaust, því er það algjörlega óásættanlegt að Alþingi Íslendinga ætli ekki að taka á þessum grímulausa óréttlæti sem íslensk heimili mega þola vegna verðtryggingarvítisvélarinnar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image