• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Feb

Launakröfur að verða klárar

Eins og áður hefur verið greint frá var trésmiðjan TH úrskurðuð gjaldþrota í desember síðastliðnum. TH starfsrækti tvö trésmíðaverkstæði, annað á Akranesi (áður Trésmiðja Þráins) og hitt á Ísafirði (áður Trésmiðjan Hnífsdal). Samtals unnu um 30 manns hjá fyrirtækinu.

Í lögum um gjaldþrotaskipti eru launakröfur skilgreindar sem forgangskröfur í þrotabúið og kemur það í hlut Ábyrgðasjóðs launa að ábyrgjast greiðslur þeirra.

Skrifstofa VLFA er nú að ljúka vinnu við kröfulýsingu í þrotabúið vegna vangreiddra launa þeirra félagsmanna sinna sem störfuðu hjá fyrirtækinu, en frestur til að skila henni inn rennur út í lok mánaðarins. Áætlað er að þessi krafa vegna vangreiddra launa, launa í uppsagnarfresti, orlofs og desember- og orlofsuppbóta nemi ríflega 11 milljónum króna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image