• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Starfsmenn Akraneskaupstaðar athugið! Starfsmenn á leikskólum eru meðal þeirra starfsmanna bæjarins sem eiga rétt á hlífðar- og vinnufatnaði
03
Feb

Starfsmenn Akraneskaupstaðar athugið!

Verkalýðsfélag Akraness vill minna félagsmenn sína sem starfa hjá Akraneskaupstað á réttindi sín er lúta að vinnu-, hlífðar- og einkennisfötum. Samkvæmt kjarasamningi eiga hinir ýmsu aðilar sem starfa hjá bæjarfélaginu rétt á fatnaði þeim að kostnaðarlausu. Sem dæmi þá eiga starfsmenn sem starfa á leikskólum rétt á buxum, skyrtu eða íþróttagalla ásamt bol og einnig ef um útivinnu er að ræða, kulda- og regngalla. Einnig eiga starfsmenn í íþróttamannvirkjum og sundlaugum Akraneskaupstaðar rétt á fríum fatnaði, buxum, skyrtu eða íþróttagalla ásamt bol sem og að klossar og stígvél séu til staðar fyrir óþrifaleg störf og kulda- og regngalla ef um útivinnu er að ræða.

Einnig er rétt að vekja athygli á réttindum þeirra sem starfa við heimilishjálp. Þeir eiga rétt á vinnusloppi, buxum, skyrtu eða bol og svona mætti í raun og veru lengi telja varðandi hina ýmsu hópa sem starfa á vegum sveitarfélagsins. Á þeirri forsendu er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsmenn eins og áður sagði að kynna sér vel og rækilega þau réttindi sem í boði eru samkvæmt kjarasamningi en umræddar greinar varðandi fatnað eru í grein 8.2. í kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness við launanefnd sveitarfélaga. Réttindi til fatakaupa endurnýjast einu sinni á ári.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image