• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Aðalfundur deilda haldinn í gærkvöldi Páll Jónsson, Sigurður Guðjónsson og Grímar Teitsson gæða sér á súpu að loknum fundinum í gær
22
Feb

Aðalfundur deilda haldinn í gærkvöldi

Í gærkvöldi var aðalfundur deilda Verkalýðsfélags Akraness haldinn á Gamla Kaupfélaginu. Fundurinn var með hefðbundnu sniði, en formaður fór yfir starfsemi félagsins á síðasta ári og kom þar víða við enda var nýliðið ár einstaklega viðburðaríkt, óvenju margir kjarasamninga gerðir og mikill fjöldi mála sem þurfti að sinna.

Málefni lífeyrissjóðanna bar einnig á góma, en nú hafa allir sjóðsfélagar Festu verið boðaðir á kynningarfund um málefni sjóðsins miðvikudaginn 29. febrúar nk. kl. 18:00 á Gamla Kaupfélaginu þar sem m.a. verða kynntar niðurstöður úttektarnefndar á starfsemi íslensku lífeyrissjóðanna.

Á aðalfundinum í gær urðu nokkrar mannabreytingar í stjórnum deilda. Í iðnsveinadeild hafa látið af störfum þeir Gísli Björnsson og Snorri Guðmundsson. Í þeirra stað taka sæti í stjórn Þórarinn Ægir Jónsson og Páll Gísli Jónsson. Í stóriðjudeild tekur Bjarni Ólafsson sæti í stað Sigurðar Gunnarssonar, en Bjarni hefur setið í stjórn sjúkrasjóðs um árabil. Þeir Þórarinn, Páll og Bjarni taka nú sæti í stjórnum sinna deilda og eiga þar með einnig sæti í trúnaðarráði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image