• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Feb

Fá leiðréttingu sem nemur 800-1200 þúsund krónum

Jaðarsbakkalaug á AkranesiJaðarsbakkalaug á AkranesiFundur Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Akraneskaupstaðar vegna starfsmatsniðurstaðna fyrir sundlaugarverði II með vakstjórn var haldinn í morgun. Á fundinum var tilkynnt að þeir sem gegna áðurnefndum störfum skulu hækka vegna starfsmats sem fram fór árið 2007 úr 329 stigum í 364 stig sem þýðir að viðkomandi starfsmenn færast úr launaflokki 121 í launaflokk 125 eða sem nemur fjórum launaflokkum.

Stéttarfélögin sem eiga aðild að kjarasamningi við Akraneskaupstað skiluðu inn á sínum tíma athugasemdum vegna áðurnefndra starfa en einhverra hluta vegna láðist Launanefnd sveitafélaga eða Akraneskaupstað að afgreiða þessi starfsmöt og á þeirri forsendu eru þeir starfsmenn sem um ræðir að fá leiðréttingu allt til ársins 2006. Leiðréttingin nemur um það bil frá 800 þúsund krónum og til allt að 1200 þúsund krónum hjá þeim starfsmönnum sem gegnt hafa þessum störfum.

Það var afar ánægjulegt að þessi niðurstaða skuli hafa fengist enda er um umtalsverða kjarabót að ræða fyrir vaktstjóra í sundlaugunum en um er að ræða fimm einstaklinga. Endurgreiðslan mun að öllum líkindum eiga sér stað um þarnæstu mánaðarmót þegar endanlegur útreikningur á leiðréttingunni hefur átt sér stað hjá launadeild Akraneskaupstaðar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image