• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Feb

17 manns hafa misst vinnuna hjá Elkem Ísland síðustu 6 mánuði

Það er óhætt að segja að sorgartíðindi hafi borist þegar tilkynnt var í dag að 4-5 starfsmönnum hjá Elkem Ísland hafi verið sagt upp störfum sökum þess að verið er að hætta með framleiðsluna á FSM í verksmiðjunni, en þessi framleiðsla hefur nú verið flutt til Noregs. Á síðustu 6 mánuðum hafa hvorki fleiri né færri en 17 manns misst vinnuna hjá Elkem Ísland á Grundartanga, sem verða að teljast skelfileg tíðindi vegns þess atvinnuástands sem nú ríkir á íslenskum vinnumarkaði.

Það er þyngra en tárum taki þegar fjölskyldumenn missa vinnuna við þær aðstæður sem nú ríkja eins og áður sagði, því ekki er um auðugan garð að gresja hvað atvinnu varðar um þessar mundir.

Í ljósi þessara staðreynda að hér hafa 17 manns misst vinnuna á síðustu 6 mánuðum þá hafa starfsmenn haft samband við Verkalýðsfélag Akraness og kvartað sáran yfir því að verktakar séu látnir vinna störf sem tilheyra svokallaðri kjarnastarfsemi innan fyrirtækisins. Félagið hefur margoft gert athugasemdir við þessa starfsemi verktakanna enda telur félagið að þeir séu að ganga í störf sem tilheyra svokallaðri kjarastarfsemi.

Það er ljóst að á þessu máli verður tekið núna og á það látið reyna, því það er grundvallaratriði á milli samningsaðila að báðir virði gildandi samninga. Mun félagið því verða við þeirri þungu undiröldu starfsmanna að fara í málið af fullum þunga og leita lausna hvað þetta varðar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image