• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Jan

Fæðingarstyrkur til félagsmanna hækkar um 100% frá 1. janúar 2012

Á síðasta fundi ákvað stjórn sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Akraness að hækka fæðingarstyrkinn um 100% frá og með 1. janúar 2012. Mun fæðingarstyrkur til félagsmanna frá og með 1. janúar 2012 hækka úr 35.000 kr. í 70.000 kr. Samtals þýðir þetta að ef báðir foreldrar eru félagsmenn þá nemur styrkurinn 140.000 kr.

Þetta er einn liður í því að láta félagsmenn njóta góðs af góðri afkomu félagsins, en frá því ný stjórn tók við í lok árs 2003 hefur hún unnið að því að vinna félagið upp félagslega sem og fjárhagslega og hefur þeirri vinnu svo sannarlega miðað vel áfram á þessum 8 árum sem liðin eru frá því ný stjórn tók við. Á þessu tímabili hefur félagið tekið inn 8 nýja styrki handa félagsmönnum og hækkað upphæðir umtalsvert, enda er það markmið félagsins að reyna að þjónusta félagsmenn sína eins vel og kostur er. Á árinu sem nú var að líða voru t.a.m. greiddar vel á fjórða tug milljóna út úr sjúkrasjóði félagsins.

Félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness hefur fjölgað á þessu tímabili um 70% eða sem nemur um 1.100 félagsmönnum, en í janúar 2004 voru félagsmenn 1.600 talsins en eru í dag rétt tæplega 3.000. Það er afar ánægjulegt að fjöldi manns hefur óskað eftir inngöngu í félagið á liðnum misserum, sem segir okkur að félagið er á réttri leið. Hins vegar er það ætíð þannig að alltaf má gera betur þegar kemur að þjónustu og baráttu fyrir hinn almenna félagsmann.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér vel réttindi sín, hægt er að nálgast allar upplýsingar hér á heimasíðunni eða á skrifstofu félagsins í síma 4309900.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image