• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Jan

Opinn fundur á Kaupfélaginu í kvöld um lokun öldrunardeildar á Sjúkrahúsi Akraness

Vesturlandsdeild Sjúkraliðafélags Íslands fór þess á leit við formann Verkalýðsfélags Akraness að hann tæki að sér fundarstjórn á opnum fundi í kvöld, þar sem málefni aldraðra á Vesturlandi verða til umfjöllunar. Tilefnið er sú ákvörðun að loka öldrunardeild á Sjúkrahúsi Akraness. Fundurinn verður haldinn á Gamla Kaupfélaginu í kvöld og hefst kl. 20:00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Erla Linda Bjarnadóttir, formaður Vesturlandsdeildar Sjúkraliðafélags Íslands flytur ávarp.
  • Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, mun einnig flytja ávarp.
  • Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar og Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi, flytja ávörp um afleiðingar breytinga á þjónustu við aldraðra á Akranesi og fækkun atvinnutækifæra.
  • Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands mun fjalla um stöðu starfsmanna.

Þingmönnum Norð-Vesturkjördæmis og landslækni hefur verið boðið til fundarins og er vonast eftir þátttöku þeirra í umræðum á eftir framsögu erindum.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðu félagsins þá hefur Verkalýðsfélag Akraness mótmælt harðlega þeim gríðarlega niðurskurði sem Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur mátt þola á undanförnum misserum og nú síðast með lokun á áðurnefndri öldrunardeild með þeim afleiðingum að upp undir 30 manns missa atvinnuna. Auk þess hefur umtalsverður fjöldi starfsmanna verið skertur í starfshlutfalli.

Félagið hefur mótmælt þeirri forgangsröðun sem hefur verið við lýði á undanförnum árum og finnst það með ólíkindum hvernig höggvið hefur verið í sífellu í okkar grunnstoð, sem er að sjálfsögðu heilbrigðiskerfið.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image