• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Loðnuvertíðin að komast á fulla ferð á Akranesi Aflaskipið Víkingur AK 100
24
Jan

Loðnuvertíðin að komast á fulla ferð á Akranesi

Það er óhætt að segja að loðnuvertíðin sé nú að fara á fulla ferð í síldarbræðslunni hér á Akranesi. Á fimmtudaginn síðasta landaði Ingunn AK 2000 tonnum og í þessum töluðu orðum er gamla aflaskipið Víkingur AK að landa 1400 tonnum. Í kvöld landar Faxi RE og samkvæmt upplýsingum þá er hann með fullfermi.

Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir enda byggjast laun starfsmanna í síldarbræðslum að stórum hluta á loðnuvertíðinni sjálfri þegar unnið er á vöktum svo ekki sé nú talað um tekjur sjómanna sem byggjast á því að aflist vel. Einnig skiptir þetta íslenskt þjóðarbú mjög miklu máli enda liggur það fyrir að það eru útflutningstekjur sem halda uppi íslenskri velferð og á þeirri forsendu verða það að teljast jákvæðar fréttir að hér stefni í eina bestu loðnuvertíð í mörg ár.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image