• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Jan

Fiskvinnslunámskeið fyrir starfsmenn HB Granda

Nú er að hefjast fiskvinnslunámskeið fyrir starfsmenn HB Granda á Akranesi en samkvæmt kjarasamningi hækka starfsmenn við slíkt námskeið um tvo launaflokka. Með öðrum orðum, þeir fara úr launaflokki 5 sem er almennur fiskvinnslumaður og í sérhæfðan fiskvinnslumann sem er launaflokkur 7.

Því til viðbótar var samið um í síðustu samningum að sérhæfður fiskvinnslumaður sem lokið hefur slíku námskeiði getur farið í viðbótarfiskvinnslunám sem veitir honum tveggja flokka launahækkun til viðbótar sem þýðir að viðkomandi fer í launaflokk 9.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness mun á mánudaginn fara yfir réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði og jafnframt gera grein fyrir hinum ýmsu bónuskerfum sem nú eru í gildi og sýna hver meðaltalsbónus á landinu er sem og hér á Akranesi. Það er skemmst frá því að segja að það er mismunandi á milli fiskvinnslufyrirtækja hver bónus fiskvinnslufólks er. Meðaltalsbónus á landsvísu er 290 kr. en á Akranesi er meðaltalsbónusinn hins vegar 350 kr sem er rúmlega 20% hærri bónus en á landsvísu.

Launataxtar fiskvinnslufólks munu hækka um 11 þúsund krónur frá og með 1. febrúar næstkomandi og einnig mun bónusinn hækka um 3,5% en þó að lágmarki um 10 krónur pr. klst.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image