• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Dec

Verkalýðsfélag Akraness hefur styrkt góðgerðafélög um 4 milljónir á liðnum árum.

Í lok árs 2005 gerði stjórn Verkalýðsfélags Akraness mjög góðan samning við Landsbankann á Akranesi um öll bankaviðskipti félagsins. Í einu ákvæði samningsins er kveðið á um að Landsbankinn greiði í sérstakan styrktarsjóð Verkalýðsfélags Akraness sem nota á til að styrkja góðgerðamál á félagssvæði VLFA.

Á grundvelli þessa samnings við Landsbankann ákvað stjórn félagsins á fundi sínum á fimmtudaginn var að styrkja Mæðrastyrksnefnd Akraness um 100.000 kr.  Einnig ákvað stjórn félagsins að styrkja styrktarsjóð Akraneskirkju um 150.000 kr. og mun séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur okkar Skagamanna sjá um að útdeila þeim fjármunum til fjölskyldna sem eiga í fjárhagsvandræðum.  Verkalýðsfélag Akraness hefur frá árinu 2005 styrkt hin ýmsu góðgerðasamtök hér á Akranesi um tæpar 4 milljónir í gegnum þennan samning sem félagið gerði við Landsbankann á Akranesi.

Stjórn félagsins er afar ánægð með að geta komið þessum góðgerðasamtökum til hjálpar með þessu framlögum. 

Það er alveg ljóst að gríðarlegur fjöldi fólks á um sárt að binda fjárhagslega um þessar mundir sökum þess ástands sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi. Á þeirri forsendu er jákvætt að geta aðstoðað einhverja sem eiga í tímabundnum erfiðleikum fjárhagslega við að halda gleðilega jólahátíð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image