• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Nov

Tvö ágreiningsmál gætu endað fyrir Félagsdómi

Verkalýðsfélag Akraness vinnur nú að tveimur hagsmunamálum fyrir sína félagsmenn er lúta að broti á kjarasamningum að mati félagsins. Hér er um umtalsverða hagsmuni að ræða fyrir þá félagsmenn sem um ræðir. Á þessari stundu er æði margt sem bendir til þess að bæði málin muni enda fyrir félagsdómi enda er það mat lögmanns félagsins að hér sé um klárt brot á kjarasamningi að ræða.

Ítarleg grein verður gerð fyrir þessum málum ef ekki næst niðurstaða í þeim, en það ætti að skýrast um miðjan þennan mánuð hvort félagið neyðist til að fara með þessi mál fyrir félagsdóm eður ei.

Það er alveg skýr stefna stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að réttindi félagsmanna verða varin með kjafti og klóm ef félagið telur að um brot á kjarasamningsbundnum réttindum sé að ræða og er þá að sjálfsögðu ekki horft í kostnað hvað þá réttindagæslu varðar. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image