• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Nov

Bónuskerfi Elkem Ísland svínvirkar

Samhliða kjarasamningum við Elkem Ísland sem tóku gildi 1. desember 2010 var tekið upp nýtt bónuskerfi. Þetta nýja bónuskerfi samanstendur af afkastabónus og öryggis- og umgengnisbónus. Það er óhætt að segja að þetta nýja bónuskerfi sé svo sannarlega að skila árangri bæði fyrir fyrirtækið sem og starfsmenn.

Í þessu nýja bónuskerfi getur bónusinn að hámarki gefið 13,5% en almenna reglan er sú að ef bónusinn gefur í kringum 80% af hámarkinu þá eru samningsaðilar sammála um að bónusinn sé að virka sem skyldi. Eru þá hagsmunir beggja samningsaðila hafðir að leiðarljósi.

Þetta nýja bónuskerfi hjá Elkem hefur hins vegar verið að gefa gott betur, eða um 85% af hámarkinu. Þetta þýðir að 11,46% leggjast ofan á öll laun starfsmanna og sem dæmi þá hefur bónusinn síðustu 2 mánuði verið annars vegar 12,84% og hins vegar 12,53% sem er frábær árangur.

Til að sýna fram á  hvað bónuskerfið getur haft mikla þýðingu, þá eru föst laun starfsmanns eftir 10 ár 359.202 og 12,53% bónus ofan á þá tölu gerir í bónusgreiðslur 45.008 kr. á mánuði. Ef bónusinn gefur bara 10,8% þá gerir hann tæpar 38.800 kr. Hér munar rúmum 6.000 kr. á mánuði. Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að bónuskerfið virki sem skyldi, eins og það gerir svo sannarlega hjá starfsmönnum Elkem Ísland um þessar mundir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image