• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Nov

Forstjóri Elkem Ísland boðar lokun verksmiðjunnar ef kolefnisskattur verður að veruleika

Járnblendiverksmiðja Elkem Ísland á Grundartanga mun þurfa að lúta í lægra haldi fyrir hinum nýja kolefnisskatti, verði hann að raunveruleikaJárnblendiverksmiðja Elkem Ísland á Grundartanga mun þurfa að lúta í lægra haldi fyrir hinum nýja kolefnisskatti, verði hann að raunveruleikaEinar Þorsteinsson, forstjóri járnblendiverksmiðjunnar Elkem Ísland á Grundartanga, sendi rétt í þessu öllum þingmönnum, bæjarfulltrúum og formanni Verkalýðsfélags Akraness, tölvupóst þar sem skýrt er kveðið á um að verði hinn nýi kolefnisskattur að veruleika þá muni það þýða endalok starfsemi verksmiðjunnar. En orðrétt segir forstjórinn:

"Miðað við framleiðsluáætlanir Elkem Ísland ehf mun fyrirhuguð álagning kolefnisgjalds sem lögð verður á félagið verða um.þ.b. 430.000.000 kr árið 2013,  645.000.000 kr árið 2014 og 860.000.000 kr.árið 2015.  Fyrirhugað kolefnisgjald verður því meira en tvöfalt hærra upphæð en meðal hagnaður fyrirtækisins undanfarin tíu ár. Má því vera ljóst að allar forsendur fyrir frekari rekstri Elkem Ísland ehf  í framtíðinni verða gerðar að engu, en fyrirtækið hefur verið ein af megin stoðum atvinnulífs á Vesturlandi í rúmlega 30 ár."

Á þessu sést að þetta mál er dauðans alvara enda er hér í húfi lífsafkoma 300 starfsmanna og um eitt þúsund afleidd störf tengjast einnig verksmiðjunni. Það er ótrúlegt til þess að vita að verksmiðja sem hefur verið rekin í 30 ár og hefur mátt þola gríðarlegar sveiflur í sínum rekstri í gegnum árin muni jafnvel lognast útaf vegna skattpíningar. En meðal annars stóð til að loka verksmiðjunni árið 1992 og 1995 vegna aðstæðna á heimsmarkaði og núna er æði margt sem bendir til þess að þessi verksmiðja sem hefur staðið af sér slíka storma ætli að lúta í lægra haldi fyrir skattpíningu fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar og ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þegar þessi skattur er skoðaður sést algjörlega að það er ekki nokkur vitglóra í þessum hugmyndum enda er allur rekstrarhagnaður fyrirtækisins síðustu 13 ára þurrkaður upp og nánast útilokað að fyrirtækið muni geta skilað jákvæðri rekstrarafkomu í náinni framtíð. Það er ekki að ástæðulausu að forstjóri fyrirtækisins skuli taka svona sterkt til orða þegar hann talar um að rekstur fyrirtækisins sé í algjöru uppnámi vegna þessarar skattpíningar ríkisstjórnarinnar. Erlendir fjárfestar hafa ekki nokkurn áhuga á að koma nálægt Íslandi hvað varðar fjárfestingar hér á landi þegar menn haga sér með þessum hætti. Það er verið að skapa hér rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki sem gerir það að verkum að umtalsverðar líkur eru á því að fyrirtækin lognist út af eins og þetta dæmi sannar.

Á morgun mun formaður Verkalýðsfélags Akraness ásamt oddvitum stjórnmálaflokka í bæjarstjórn eiga fund með þingmönnum Norðvestur-kjördæmis vegna þessa grafalavarlega máls og hefst fundurinn kl. 12 á morgun. Einnig munu málefni Sementsverksmiðjunnar verða til umfjöllunar sem og sá gríðarlegi niðurskurður sem Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur mátt þola að undanförnu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image