• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Nov

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

·         Á hverri vinnustöð þar sem vinna að minnsta kosti 5 manns skal kjósa trúnaðarmann. Séu starfsmenn fleiri en 50 skulu trúnaðarmenn vera tveir.

·         Trúnaðarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn.

·         Trúnaðarmenn njóta samkvæmt lögum verndar gegn uppsögnum vegna starfa sinna og ganga fyrir í störf þurfi að koma til uppsagna.

·         Trúnaðarmaður er tengiliður stéttarfélagsins og starfsmanna og fulltrúi félagsins á vinnustað.

·         Trúnaðarmaður á að reyna að leysa úr fyrirspurnum félaga sinna og rannsaka umkvartanir þeirra ef þær varða félagslegan eða lagalegan rétt starfsmanna og nýtur stuðnings stjórnar og starfsmanna félagsins vegna þess.

Fyrirhugað er að halda trúnaðarmannanámskeið eftir áramót. Allir nýir trúnaðarmenn eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins og skrá sig. Aðrir trúnaðarmenn eru einnig beðnir að hafa samband.

Athugaðu hver er trúnaðarmaður á þínum vinnustað. Viljir þú koma á kosningu á þínum vinnustað veitir starfsfólk skrifstofu VLFA fúslega aðstoð við framkvæmdina. Athygli er vakin á því að eftir kosningu trúnaðarmanns þarf að tilkynna um kjörið til félagsins þar sem félagið þarf að tilnefna nýjan trúnaðarmann formlega.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image