• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Nov

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness komið út

Fréttabréf Verkalýðsfélags Akraness er komið út og verður því dreift á öll heimili á Akranesi og nærsveitum nú í vikunni. Blaðið hefur verið stækkað úr 8 síðum í 12 og er því talsvert efnismeira en áður hefur verið.

Meðal efni blaðsins er aldarminning Herdísar Ólafsdóttur fyrrverandi formanns kvennadeildar, ritara félagsins og starfsmanns skrifstofu í yfir 30 ár og viðtal við Þórarin Helgason sem nýverið lét af störfum í stjórn félagsins. Ferðasaga "eldri deildar" VLFA úr dagsferð til Reykjavíkur fyrr í haust er birt í máli og myndum og auk þess eru í blaðinu ýmsar fréttir af málefnum félagsins.

Til gamans má geta þess að glöggur lesandi hafði samband snemma í morgun vegna myndar sem birt er á bls 6 af stjórn Kvennadeildar VLFA. Á myndina vantar nafn einnar konu, en nú er nafn hennar s.s. vitað. Þarna er um að ræða Guðrúnu Diðriksdóttur sem var ritari Kvennadeildar um langt skeið.

Hægt er að lesa Fréttabréfið með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image