• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Nov

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness er 1 árs í dag 19. nóvember

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness er eins árs í dag 19. nóvember. Það verður að segjast alveg eins og er að félagið hefur tekið algjörum stakaskiptum á þessu eina ári.  Stjórn félagsins hefur staðið í ströngu á þessu eina ári. 

Á þessu tæpa ári sem núverandi stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur starfað höfum við lent í erfiðum málum gagnvart atvinnurekendum. Í þessum málum vorum við sannfærð um að verið væri að brjóta á réttindum félagsmanna. Tekist var hraustlega á og að lokum náðist samkomulag í öllum þessum málum. Þessi réttindabarátta hefur skilað rúmum 13 milljónum króna í vasa félagsmanna okkar. Meginverkefni stéttarfélaga er að standa vörð um áunnin réttindi félagsmanna og bæta þau eins og kostur er. Það er og verður stefna stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að standa einarðlega vörð um öll áunnin réttindi félagsmanna og verður hvergi hvikað í þeirri baráttu.

Þegar stjórn félagsins tók við Verkalýðsfélagi Akranes átti félagið útistandandi skuldir hjá atvinnurekendum vegna ógreiddra iðgjalda rúmar 21 milljón króna, hefur stjórn félagsins tekist að innheimta 13 milljónir af þessum ógreiddum iðgjöldum.  Voru innheimtumál og iðgjaldaskráning í verulegum ólestri, þeim hlutum hefur verið kippt í lag. 

Hvað varðar almenna þjónustu við hin almenna félagsmann þá hefur hún stóraukist. Markmið okkar sem nú stjórnum félaginu er skýrt. Markmiðið er að vera það félag á Íslandi sem mest og best þjónar sínum félagsmönnum. Vissulega eru þetta háleit markmið en að mínu mati verður að setja markið hátt. Við hljótum að vilja aðeins það besta til handa félagsmönnum okkar.

Heimsíða félagsins er komin í fulla notkun og hefur fjöldi innlita á síðuna stóraukist en daglega eru um 100 innlit inná síðuna.  Ekki er hægt annað en að minnast á að nánast allir kjarasamningar félagsins voru og eru lausir á árinu og hefur verið gríðarlegt álag vegna þess. 

Formaður félagsins hefur farið og heimsótt flest þau fyrirtæki sem félagsmenn okkar starfa hjá – ekki öll - en flest. Markmið okkar með þessum vinnustaðaheimsóknum er að auka bein tengsl milli stéttarfélagsins og félagsmanna og upplýsa þá  um réttindi þeirra og skyldur. Það er lykilatriði fyrir forustumenn í stéttarfélögum að vera í góðu sambandi við félagsmenn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image