• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Oct

Formaður VLFA mun leggja fram tvær ályktanir á þingi SGS

Þing Starfsgreinasambands Íslands, sem er eitt stærsta landssamband innan ASÍ, mun hefjast í dag kl. 11. Þingið mun hefjast á því að velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, mun flytja ávarp ásamt forseta Alþýðusambands Íslands.

Það er alveg ljóst að fjölmörg mál er lúta að hagsmunum félagsmanna SGS munu verða til umfjöllunar á þessu þingi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur samið tvær ályktanir sem hann mun leggja fram á þinginu. Önnur ályktunin lýtur að afnámi verðtryggingar enda er hér um að ræða samfélagslegt mein sem hefur leikið íslensk heimili skelfilega á liðnum árum og áratugum.

Hin ályktunin mun lúta að því að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því af fullum þunga að sá gríðarlegi forsendurbrestur sem varðar skuldir heimilanna verði leiðréttur með afgerandi hætti í eitt skipti fyrir öll. Formaður trúir ekki öðru en að þessi mikilvægu hagsmunamál okkar félagsmanna fái brautargengi á þinginu.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image