• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Stjórn VLFA sjálfkjörin til næstu tveggja ára Stjórnarmennirnir Elí, Skúlína og Linda
26
Oct

Stjórn VLFA sjálfkjörin til næstu tveggja ára

Á fundi sínum þann 4. október sl. lagði stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness fram framboðslista til stjórnar næstu tvö árin. Auglýst var eftir öðrum listum hér á heimasíðunni þann 11. október og einnig í Póstinum og Skessuhorni.

Þar sem ekki bárust aðrir listar til kjörstjórnar telst listi stjórnar og trúnaðarráðs sjálfkjörinn til næstu tveggja ára.

Að miklu leyti er listinn skipaður því fólki sem tók við stjórn félagsins árið 2003 en þó með nokkrum breytingum. Á listanum núna koma nýir inn í stjórn:  Jónína Herdís Sigurðardóttir sem vararitari, Hafsteinn Þórisson sem formaður stóriðjudeildar, og Jóna Adolfsdóttir sem varaformaður opinberrar deildar. Þeir sem láta af störfum í stjórn félagsins eru Þórarinn Helgason, Oddur Kristinn Guðmundsson og Guðrún Guðbjartsdóttir og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Markmið stjórnar Verkalýðsfélags Akraness er og hefur ávallt verið að félagið verði það stéttarfélag sem mest og best þjónar sínum félagsmönnum hér á landi. Vissulega er þetta háleitt markmið en með viljann að vopni er allt hægt. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness er afar stolt af því hvernig til hefur tekist á síðastliðnum 8 árum þar sem afkoma félagsins hefur ekki aðeins batnað til muna, heldur hefur þjónusta við félagsmenn tekið algerum stakkaskiptum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image