• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Oct

Gott námskeið með atvinnuleitendum

Formaður félgasins hélt kynningu í morgun fyrir hóp atvinnuleitenda um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði. Einnig fór formaður ítarlega yfir þau réttindi og þá þjónustu sem félagið býður sínum félagsmönnum upp á en það er alveg óhætt að fullyrða að sú þjónusta er með því besta sem gerist hjá stéttarfélögum í dag.

Námskeiðið stóð í tæpa 3 klukkutíma og sköpuðust fjörugar umræður um hin ýmsu mál er lúta að réttindum og skyldum á íslenskum vinnumarkaði og var ánægjulegt að sjá hversu mikill áhugi var meðal atvinnuleitanda og hversu virkan þátt þeir tóku í námskeiðinu. Það gladdi formann fyrir hönd starfsmanna og stjórnar Verkalýðsfélags Akraness hversu jákvæðum orðum atvinnuleitendurnir fóru um starfsemi félagsins og þá þjónustu sem félagið er að veita sínum félagsmönnum. Það er svona hvatning sem hvetur stjórn og starfsmenn félagsins til að halda áfram því góða starfi sem nú er unnið hjá VLFA en það er ljóst að þeirri vinnu lýkur aldrei við að gæta að hagsmunum og verja réttindi félagsmanna.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image