• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Nov

Kynningafundur um stóriðjuskólann hjá Ísal verður haldinn 29. nóvember

Kolbeinn Gunnarsson frá verkalýðsfélagi Hlífar í Hafnarfirði mun koma og kynna hvernig stóriðjuskólinn í Ísal virkar, og eins hversu mikla launahækkun hann er að gefa starfsmönnum að loknu námi.  Með því að smella á meira þá er hægt að lesa helstu punkta um skólann.

Það mun hafa verið árið l993  sem trúnaðarmenn Hlífar fóru að huga að menntamálum starfsmanna, og í samningum l995, var námið ein af kröfum Hlífar.

Það náðist svo í samningunum sem voru undirritaðir voru 10. apríl l997 og hófst síðan námið haustið l998.

Þessir samningar höfðust ekki baráttulaust en nú er svo málum komið að allir vildu Lilju kveðið hafa. Ríkir mikil ánægja jafnt hjá starfsmönnum og atvinnurekendum með þessi mál, og allir sammála um að hér hafi verið stigið heillaspor bæði fyrir starfsmenn og atvinnurekendur.

Námstilhögun.

Það sem starfsmenn læra í skólanum eru  Mannleg samskipti, tjáning, fyrirtæki og þjóðlíf, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, framleiðsluferli í stóriðju, tölvur og stýringar, eldföst efni, vélfræði með fyrirbyggjandi viðhaldi, vistfræði og umhverfismál, vinnuumhverfi, og gæðastjórnun. Samtals er námslengdin 325 kennslustundir og skal náminu vera lokið innan tveggja ára frá því það var hafið.

Réttur til námsins.

Sá starfsmaður sem hefur verið í starfi við eitt framleiðsluferli í 45 mánuði á rétt að fara í námið.  Og er miðað við að starfsmaðurinn nái að ljúka þessum starfstíma við lok námsins. Starfsmenn sem fara í námið eru í náminu undanþegnir vinnuskyldu og halda óskertum launum.

  

Að loknu námi.

Þeir sem hafa lokið 325 stundum í starfsnámi, fá launahækkun sem nemur 10,5%. Kennslan hefur farið þannig fram að kennt er frá kl 12:00 -  16.00, hluti námsins er í vinnutíma, og einnig mæta starfsmenn í sínum vinnutíma, en ef næturvakt er á undan skólatíma fá starfsmenn  frí þá vakt.

Að loknu námi fá starfsmenn starfsheitið “Stóriðjugreinir”. Og atvinnurekendur fá betri starfsmenn og starfsmenn eru ánægðari og öruggari með sig í starfi. Það hefur reynslan sýnt.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image