• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Sep

Fundað hjá ríkissáttasemjara á morgun vegna launaliðar Norðuráls

Húsakynni ríkissáttasemjaraHúsakynni ríkissáttasemjaraBoðað hefur verið til samningafundar í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun kl. 10 vegna launaliðar kjarasamnings Norðuráls. Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá rann kjarasamningur starfsmanna út um síðustu áramót og hafa starfsmenn því verið án launahækkana í rétt um 9 mánuði.

Formaður hefur átt í óformlegum viðræðum við Ragnar Guðmundsson, forstjóra Norðuráls, um mikilvægi þess að ná lausn í þessari erfiðu deilu en það mun skýrast á fundinum á morgun hvort það takist eða ekki. Eins og staðan er í dag er formaður félagsins nokkuð vongóður um að loksins sjái fyrir endann á þessari erfiðu deilu. Enda er gríðarlega mikilvægt að starfsmenn fái launahækkanir í ljósi þess að allt í íslensku samfélagi hefur hækkað umtalsvert á liðnum misserum. Á þeirri forsendu er orðið erfitt fyrir íslenska launþega að láta enda ná saman á meðan allt hækkar eins og áður sagði en launin standa í stað.

Ef samningur næst um launalið á morgun mun formaður kynna sínum félagsmönnum vel og rækilega innihald þess samnings og nú er bara að vona að það sjái fyrir endann á þessari erfiðu deilu eins og áður sagði.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image