• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Nov

Breyting á vinnufyrirkomulagi í ræstingu og býtibúri á Sjúkrahúsi Akraness

Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi hefur sagt upp  núverandi vinnufyrirkomulagi með þriggja mánaða fyrirvara við starfsfólk í ræstingu og býtibúri.  Breytingin mun taka gildi 1. janúar 2005.   Í bréfi til starfsmanna kemur fram að að tímabilið til áramóta verði notað til þess að undirbúa og kynna fyrirhugaðar breytingar og leita samráðs við viðkomandi starfsfólk.  Töluverðrar gremju gætir meðal starfsmanna með þessar breytingar. 

Verkalýðsfélag Akraness skilur gremju þeirra mjög vel.  Breytingar á vinnufyrirkomulagi koma á slæmum tíma, það er jú nýbúið að gera kjarasamning við starfsmenn SHA.  Allar breytingar af þessu tagi valda starfsmönnum óþægindum, og einverjir starfsmenn verða fyrir skerðingu á launum í kjölfar þessarra breytinga.  Forsvarsmenn SHA hafa leyft Verkalýðsfélaginu að fylgjast vel með í þessu máli og er það mjög gott.  Forsvarsmenn SHA hafa líka tjáð félaginu að reynt verði eftir fremsta megni að koma til móts við starfsmenn og að skerðing á launakjörum starfsmanna verði sem minnst.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image