• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Jul

Kjarasamningur undirritaður við Launanefnd sveitarfélaga

Þessa dagana er mikið um vöfflubakstur hjá RíkissáttasemjaraRétt í þessu skrifaði formaður félagsins undir kjarasamning við Launanefnd Sveitarfélaga vegna félagsmanna sinna sem starfa hjá Akraneskaupstað og Hvalfjarðasveit. Samningurinn er að mörgu leyti sambærilegur þeim sem um var samið á hinum almenna vinnumarkaði, en reyndar var verið að breyta launatöflu þar sem lífaldurshækkanir voru lagðar af og í staðinn voru tekin upp svokölluð persónuálög. 

Í hinum nýja samningi eru lágmarkslaun fyrir fullt starf eða 173,33 stundir kr. 196.708,-. Verði samningurinn samþykktur munu starfsmenn fá eingreiðslu að upphæð kr. 50.000 og miðast það við starfsmann í fullu starfi í mánuðunum mars-maí. Einnig mun koma önnur eingreiðsla 1. febrúar 2012 og er sú greiðsla kr. 25.000 m.v. fullt starf.

Þriðjudaginn 19. júlí mun samningurinn verða kynntur fyrir félagsmönnum sem starfa eftir umræddum kjarasamningi og að aflokinni kynningu verður hægt að kjósa um samninginn. Hægt er að sjá samninginn í heild sinni síðar með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image