• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Nov

Dagmenn í Norðuráli heimsóttir í dag

Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsókn í dag til Norðuráls.  Tilefni heimsóknarinnar var að heyra hljóðið í dagmönnum, og kynna hvað hefur farið fram í samningaviðræðunum við forsvarsmenn Norðuráls hingað til.  Eins og komið hefur fram hér á síðunni hefur formaðurinn heyrt í starfsmönnum allra vakta, og veit því hver vilji þeirra er í komandi samningum.  Þessi heimsókn  í dag  var afar jákvæð.  Gott er fyrir formann félagsins að vita hvaða væntingar starfsmenn  í dagvinnu hafa  til nýs kjarasamnings. 

Það er alveg grundvallarregla hjá Verkalýðsfélagi Akraness að vera í nánu sambandi við sína félagsmenn.  Er þessi vinnustaðaheimsókn einn liður í þeirri vinnu.  Formaður félagsins veit ekki hvernig hann getur unnið fyrir sína félagsmenn ef hann heyrir ekki reglulega í starfsmönnum, bæði til að upplýsa þá um gang viðræðna og eins til að fá þeirra álit.  Þetta eru jú þeirra launakjör.  Næsti samningafundur verður fimmtudaginn 25. nóvember kl. 09:00.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image