• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Samið við ríkið Starfsfólk á Sjúkrahúsi Akraness
03
Jun

Samið við ríkið

Miðvikudaginn 1. júní var skrifað undir nýjan kjarasamning við ríkið en innihald þessa kjarasamnings er með svipuðum hætti og kjarasamningurinn á hinum almenna vinnumarkaði sem undirritaður var 5. maí sl. 

Þetta eru aðeins helstu atriði samningsins, hann verður nánar kynntur síðar.
Eftir samþykkt samningsins greiðist eingreiðsla 50.000 kr. miðað við fullt starf tímabilið mars 2011 til apríl 2011. Þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað skemur skulu fá hlutfallslega greiðslu.
 
Launahækkanir:
1.6. 2011:    4,25% eða 12.000 kr. að lágmarki.
1.3. 2012:    3,50% eða 11.000 kr. að lágmarki.
1.3. 2013:    3,25% eða 11.000 kr. að lágmarki.
1.3. 2014:    Eingreiðsla 38.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í janúar 2014. Þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu.  
 
Félagsmenn í  SGS sem vinna eftir þessum samningi fá kynningar- og kjörgögn send eftir helgi. Þetta verður sameiginleg atkvæðagreiðsla og henni á að ljúka 20. júní. 
 
Það voru trúnaðarmennirnir Ragnhildur Bjarnadóttir og Anna Signý Árnadóttir sem sátu í samningnanefndinni fyrir hönd félagsins en þær starfa á Sjúkrahúsi Akraness. Þar starfa einmitt langflestir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness sem taka laun eftir þessum samningi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image