• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Boðað til áríðandi fundar með starfsmönnum Norðuráls Fundur frá því í fyrra með starfsmönnum Norðuráls á Gamla Kaupfélaginu
06
Jun

Boðað til áríðandi fundar með starfsmönnum Norðuráls

Verkalýðsfélags Akraness hefur boðað til áríðandi fundar með starfsmönnum Norðuráls næstkomandi fimmtudag kl. 20:30 og verður fundurinn haldinn í Bíóhöllinni.  Tilefni fundarins er sú grafalvarlega staða sem upp er komin í kjaraviðræðum á milli félagsins og fyrirtækisins en nú eru að verða liðnir 6 mánuðir frá því að launaliður samningsins rann út.

Samningsaðilar hafa fundað nokkrum sinnum í húskynnum ríkissáttasemjara en án nokkurs árangurs og er því miður ekki nokkurn samningsvilja að finna hjá forsvarsmönnum Norðuráls.  Það sem forsvarsmenn Norðuráls hafa boðið er það sama og um samdist á hinum almenna vinnumarkaði ekki alls fyrir löngu eða sem nemur 11,4% í þriggja ára samningi. 

Þessu tilboði hefur formaður Verkalýðsfélag Akraness hafnað algerlega enda ekki nokkrar forsendur fyrir því að útflutningsfyrirtæki eins og Norðurál fái sama afslátt og fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum á innanlandsmarkaði. Við erum að tala hér um fyrirtæki sem hefur hagnast gríðarlega vegna stórhækkaðs álverðs og gengisfalls íslensku krónunnar.  Norðurál hefur skilað gríðarlegum hagnaði allt frá því það hóf starfsemi á Grundartanga á árinu 1998 og telur formaður að hagnaður Norðuráls nemi allt að 50 milljörðum frá árinu 1998.  Með öðrum orðum, það vellur gróði uppúr öllum pottum Norðuráls og því er sorglegt að fyrirtæki í áliðnaði séu ekki tilbúin að deila þessum gríðarlega mikla ávinningi með starfsmönnum.

Á fundinum á fimmtudaginn mun formaður VLFA fara yfir stöðuna og kalla eftir því hvað starfsmenn vilja gera en það er morgunljóst að VLFA mun ekki skrifa undir samning nema með svipuðu sniði og sá samningur sem félagið gerði fyrir starfsmenn Elkem Ísland en þar gekk félagið frá mjög góðum samningi.    

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image