• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Jun

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í fyrramálið

GrundartangasvæðiðGrundartangasvæðiðEins og fram kom hér á heimasíðunni í gær þá samþykktu starfsmenn Klafa að hefja verkfall 5. júlí nk. Það er alveg óhætt að segja að starfsmenn Klafa séu orðnir sárir og reiðir yfir þeirri framkomu sem þeim er ætíð sýnd þegar kemur að því að semja um kaup kjör þeirra. Eins og fram hefur komið þá eru það Elkem og Norðurál sem eiga Klafa til helminga en Klafi var stofnaður árið 2000, en starfsmenn Klafa voru flestir fyrrverandi starfsmenn Elkem Ísland.

Þegar núverandi starfsmönnum Klafa var tilkynnt árið 2000 að það ætti að stofna nýtt þjónustufyrirtæki undir heitinu Klafi þá var þeim tjáð að það myndi ekki hafa nein áhrif á launakjör þeirra hvorki í nútíð né framtíð. Því miður hefur þetta loforð margoft verið svikið. 

Krafa starfsmanna er að fá sömu launahækkanir og fyrrverandi starfsbræður þeirra hjá Elkem fengu en því hefur alfarið verið hafnað og lítur út fyrir að það séu forsvarsmenn Norðurlás sem leggist gegn slíkum samningi ekki forsvarsmenn Elkem.  Frá þessari kröfu munu starfsmenn ekki kvika enda er engin sanngirni í öðru.

Nú hefur ríkissáttasemjari boðað til fundar kl. 08.15 í fyrramálið og það verður að segjast alveg eins og er að formaður félagsins er alls ekki bjartsýnn á jákvæð tíðindi af þessum fundi og það nema síður sé.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image