• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér Fundur fyrir starfsmenn Norðuráls verður haldinn í Bíóhöllinni annað kvöld
28
Jun

Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér

Verkalýðsfélag Akraness vill minna félagsmenn sína sem starfa hjá Norðuráli á gríðarlega mikilvægan kynningar- og samstöðufund sem haldinn verður í Bíóhöllinni á morgun, miðvikudaginn 29. júní kl. 20:30. Þar mun formaður félagsins fara ítarlega yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu félagsins við Norðurál. Einnig mun formaður kynna launasamanburð við Fjarðaál sem unninn hefur verið á skrifstofu félagsins en eins og flestir vita var gengið frá samningi við starfsmenn Fjarðaáls fyrir nokkrum dögum síðan.

Þegar launakjör starfsmanna Fjarðaáls og Norðuráls eru borin saman kemur í ljós að gríðarlegur launamunur er á milli þessara fyrirtækja. Þessi launamunur nemur mörgum tugum þúsunda á mánuði en rétt er að geta þess að vakta- og vinnutími í þessum verksmiðjum er nánast eins. Það er alveg ljóst að Verkalýðsfélag Akraness og starfsmenn Norðuráls geta ekki undir nokkrum kringumstæðum sætt sig við að fyrirtæki sem einungis hefur verið starfrækt í fjögur ár eins og Fjarðarál, borgi langtum hærri laun en Norðurál greiðir fyrir sömu vinnu. Á þeirri forsendu vinnur félagið nú að nýrri kröfugerð sem mun taka mið af sömu launahækkunum og um var samið fyrir starfsmenn Fjarðaáls.

Formaður félagsins trúir ekki öðru en að eigendur Norðuráls muni taka tillit til þess samnings sem gerður var hjá Fjarðaáli enda er Fjarðarál greinilega að skila þeim mikla ávinningi sem fyrirtækið hefur notið vegna gengisfalls íslensku krónunnar og stórhækkaðs afurðaverðs með afgerandi hætti til starfsmanna. Félagið vill ítreka að það er gríðarlega mikilvægt að allir starfsmenn Norðuráls sem hafa tök á, fjölmenni nú og sýni samstöðu um að það er ekki við það unað að greidd séu mun hærri laun í öðrum álverksmiðjum heldur en hjá Norðuráli. Orðatiltækið sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér, hefur aldrei átt betur við heldur en einmitt núna. Oft er þörf en nú er algjör nauðsyn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image