• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Jun

Fundað hjá ríkissáttasemjara vegna Klafa

GrundartangasvæðiðGrundartangasvæðiðRíkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins vegna kjarasamnings Klafa ehf. og fundurinn hefst kl. 9:30 í dag. Klafi er eins og áður hefur komið fram þjónustufyrirtæki á Grundartanga sem sér um allar út- og uppskipanir á Grundartangasvæðinu. Klafi er í eigu tveggja stórra og öflugra útflutningsfyrirtækja, Norðuráls og Elkem Ísland.

Eins og kom fram hér á heimasíðunni þá hafa starfsmenn Klafa boðað til verkfalls sem hefst þriðjudaginn 5. júlí kl. 12 á hádegi. Það er alveg ljóst að tíminn er að renna út til að leysa þessa deilu en á þessari stundu ber mikið í milli hjá deiluaðilum. Krafa starfsmanna er að þeir njóti sömu launahækkana og um var samið við starfsbræður þeirra í verksmiðjunni Elkem Ísland en rétt er að geta þess enn og aftur að starfsmenn Klafa eru fyrrverandi starfsmenn Elkem á Grundartanga.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image