• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Yfir 200 manns mættu á baráttufund vegna 1. maí Fjölmenni var í kröfugöngunni
02
May

Yfir 200 manns mættu á baráttufund vegna 1. maí

Gríðarleg stemmning var á baráttufundi vegna 1. maí hátíðarhaldanna sem stéttarfélögin á Akranesi stóðu fyrir í gær. Farin var kröfuganga sem fjölmargir tóku þátt í. Að aflokinni kröfugöngu hófust hátíðarhöld í sal Verkalýðsfélags Akraness þar sem formaður VLFA hélt ávarp en Stefán Skafti Steinólfsson, verkamaður í Elkem Ísland, hélt hátíðarræðuna í tilefni dagsins. Grundartangakórinn tók nokkur lög við texta eftir gamla snillinginn Theódór Einarsson og féllu þau í góðan jarðveg á meðal fundargesta.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness kom víða við í sinni ræðu og gagnrýndi meðal annars Samtök atvinnulífsins harðlega fyrir þá sérhagsmuangæslu sem þeir hafa ástundað fyrir LÍÚ og að Samtök atvinnulífsins séu búin að halda kjarasamningum í herkví í eina fimm mánuði. Fram kom í ræðu formanns meðal annars eftirfarandi:

Ágætu félagar.

Ég veit vel að Samtök atvinnulífsins eru ekkert ýkja ánægð með þá stefnufestu sem VLFA hefur sýnt í mörgum málum. Og sem dæmi þá gagnrýndi Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, mig harkalega í viðtali á Bylgjunni í þættinum Ísland í bítið á föstudaginn. Hann kallaði mig meðal annars „korter í þrjú gæjann“. Ekki veit ég hvað hann á við blessaður. Kannski sér hann eftir dansinum sem ég bauð honum uppí þegar ég samdi um góðan samning fyrir starfsmenn Elkem og telur sig núna hafa verið misnotaður! Hver veit?

 

Að öllu gríni slepptu þá lít ég á það sem hól þegar Samtök atvinulífsins gagnrýna mig.  Hins vegar skil ég vel að Vilhjálmur Egilsson og SA pirrist yfir störfum Verkalýðsfélags Akraness. Auðvitað fer það í taugarnar á SA að félagið náði að landa samningi við Elkem Ísland langt umfram það sem til stóð að semja á hinum almenna vinnumarkaði.  En þetta þurfti félagið meðal annars að gera í reykfylltu bakherbergi með forsvarsmönnum fyrirtækisins án vitneskju Samtaka atvinnulífsins.

Að afloknu ávarpi formanns kom Stefán Skafti Steinólfsson og hélt mjög fína barátturæðu en í ræðu hans kom meðal annars eftirfarandi fram:

Atvinnurekendur nota ástandið markvisst til að níðast á verkafólki.

Var það ekki Akraneskaupstaður sem reið á vaðið og bauð út ræstingar í leikskólum...Eins og venjulega er ráðist á lítlmagnann þegar EXCEL kynslóðin ætlar að spara. Hver er sparnaðurinn fyrir samfélagið þegar upp er staðið.

Að loknum ræðuhöldum og söngatriðum buðu stéttarfélögin upp á kaffi og kökuhlaðborð sem var í umsjón Lionsklúbbsins Eðnu og var það afar veglegt að vanda en yfir 200 manns mættu í kaffisamsætið.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image