• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
May

Fundað með starfsmönnum Klafa

Verksmiðjur Elkem og Norðuráls á GrundartangaVerksmiðjur Elkem og Norðuráls á GrundartangaFundað var vegna kjarasamnings Klafa hjá ríkissáttasemjara í gær. Ekkert markvert kom fram á fundinum en fulltrúar SA og fyrirtækisins óskuðu eftir því að lokið yrði við kjarasamning á hinum almenna vinnumarkaði, sem væri í raun og veru í lokaferli, áður en haldið yrði áfram með kjarasamningsviðræður vegna Klafa. 

Félagið féllst á þessa ósk Samtaka atvinnulifsins í ljósi þess að kjarasamningsviðræður á milli ASÍ og SA voru komnar á fulla ferð og því erfitt að ganga frá kjarasamningi við þær aðstæður. Hins vegar gerði formaður VLFA Samtökum atvinnulífsins það alveg ljóst að starfsmenn Klafa, sem er í eigu útflutningsfyrirtækjanna Elkem og Norðuráls, gera þá skýlausu kröfu að þeir fái sömu launahækkanir og um var samið við Elkem Ísland. Er ljóst að starfsmenn muni ekki víkja frá þeirri kröfu enda engar forsendur fyrir slíku þar sem starfsmenn Klafa eru fyrrverandi starfsmenn Elkem Ísland og það væri í raun og veru nöturlegt ef ætti að fara að skilja þennan hóp starfsmanna eftir varðandi sambærilegar launahækkanir og um var samið fyrir starfsmenn Elkem.

Starfsmenn Klafa hafa óskað eftir að funda með formanni VLFA vegna þessarar stöðu og verða fundirnir í dag, fyrri fundurinn kl. 13 og síðari fundurinn verður kl. 16:40. Þar verður farið yfir þessa stöðu en það er alveg ljóst að starfsmenn ætla að senda félaginu skýr skilaboð um það að þeir muni aldrei sætta sig við neitt annað en að fá að njóta sömu launahækkana og starfsmenn Elkem.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image