• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
May

Ótrúleg bókun milli ASÍ og SA

Eins og fram hefur komið margoft hér á heimasíðunni þá hefur félagi barist fyrir því að útflutningsfyrirtæki eins og t.d öll álfyrirtækin og önnur fyrirtæki starfandi í útflutningi skili meiri launahækkun til sinna starfsmanna en greinar sem eiga í erfiðleikum eins og t.a.m. byggingariðnaðurinn.

Þetta tókst eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni gagnvart Elkem Ísland en félagið á eftir að ganga frá launalið fyrir starfsmenn Norðuráls sem rann út um áramótinn. Þess vegna vakti það forundrun formanns að lesa bókun sem aðildarfélög ASÍ skrifuðu undir í gær, en þar segir m.a. um Sameiginlega launastefnu ASÍ og SA:

 

"Almennar launahækkanir verða samtals 11,40% á samningstímanum. Sérstök hækkun kauptaxta er láglaunaaðgerð sem hækkar launakostnað misjafnlega eftir því hve margir taka laun skv. kauptöxtum. Framangreind niðurstaða kjarasamninga felur í sér að mótuð hefur verið sameiginleg og samræmd launastefna gagnvart þeim fjölmörgu samningum sem enn eru ógerðir á samningssviði aðila. Samningsaðilar skuldbinda sig til þess að framfylgja framangreindri launastefnu í framhaldinu"

Er það virkilega þannig að aðildarfélög ASÍ séu búin að skuldbinda sig til að ganga frá öllum kjarasamningum sem ógerðir eru í anda þess samnings sem gerður var á hinum almenna vinnumarkaði? Þýðir það t.d. fyrir þau félög sem eiga aðild að Norðurálssamningnum með VLFA að þau séu búin að skuldbinda sig til þess að semja ekki um meiri hækkanir á launaliðnum en sem nemur 11,4% til næstu þriggja ára? Eru stéttarfélögin búin að skuldbinda sig til að ganga frá launalið Norðuráls uppá 11,4% en ekki uppá 26% eins og starfsmenn Elkem fengu?  Ef það er raunin, eins og reyndar kemur fram í þessari bókun sem hér var vitnað í, þá er það eitthvað sem flokkast undir stórfellt skemmdarverk.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image